Fátt að frétta þessa dagana. Maður situr og les og satt best að segja er nú sumt af þessu efni bara nokkuð strembið. Daninn getur verið ansi fræðilegur og reynt er að setja "pædagoginn" á allt hérna. En þetta venst. Ég er nú kominn í 3 manna hóp sem mun haldast út önnina. Við munum vinna 3 stór verkefni sem á að skila fyrir jól. Formlegri kennslu lýkur í viku 47 og 48 (hér tala allir í vikum) og svo taka hópaverkefni við. Svo er stefnan að ég verði í tveimur prófum í vikunni fyrir jól. Það mun þýða að ég er einingis í einu prófi eftir áramót og má segja að Janúar verði þá meira minna frímánuður.
Ég setti upp Linux stýrikerfi á vinnuvélina mína og ég er verulega ánægður. Svo er maður svo fjandi "kúl" keyrandi linux...hehe

Af fréttum héðan er það þá helst að verslunareigendur kvíða jólanna einkum vegna þess að nú eru að koma nýjar tegundir af greiðslukortum sem eru ægilega sniðug, en það tekur allt að 20 sekúndur að fá færslur í gegn. Svo hefur komið í ljós að posarnir hafa svo smáa stafið að sjóndaprir og hreyfihamlaðir að einhverju leyti geta tæpast notað posana og þar með ekki kortin. Alltaf fróðlegt að sjá þegar frumathugun hefur gengið svona vel.
Annað í fréttum er að einn þingmaður hefur verið ákærður fyrir að lúlla hjá einum 13 ára strák og svo var íþróttaþjálfari dæmdur fyrir að "liggja á liði sínu (kvennalið)" en reyndar voru þær fúsar til þess stelpurnar en helst til of ungar.

jæja bið að heilsa,

Arnar Thor

Ummæli

Vinsælar færslur